Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. maí 2022 15:09
Elvar Geir Magnússon
Turpin dæmir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid
Alfreð Finnbogason fær gult spjald frá Turpin.
Alfreð Finnbogason fær gult spjald frá Turpin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var það tilkynnt að Frakkinn Clement Turpin fær það verkefni að dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar þetta árið, leik Real Madrid og Liverpool sem fram fer í París 28. maí.

Turpin hefur verið í hópi bestu dómara Evrópu í nokkurn tíma en hann hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2010 og í hópi elítudómara síðan 2012.

Hann dæmdi landsleik Úkraínu og Íslands 2016 í Kænugarði og í fyrra dæmdi hann úrslitaleik Evrópudeildarinnar, þar sem Villarreal vann Manchester United.

Slóveninn Slavko Vincic mun dæma úrslitaleik Evrópudeildarinnar; viðureign Frankfurt og Rangers sem verður í Sevilla á miðvikudaginn í næstu viku.

Þá mun rúmenski dómarinn Istvan Kovacs vera með flautuna í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildarinnar; viðureign Roma og Feyenoord sem fram fer í Albaníu 25. maí.


Athugasemdir
banner
banner