Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. júní 2022 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Tindastóll vann toppslaginn með þrettán mörkum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll 13 - 0 RB
1-0 Sverrir Hrafn Friðriksson ('2 )
2-0 Arnar Ólafsson ('9 )
3-0 Jóhann Daði Gíslason ('15 )
4-0 Jónas Aron Ólafsson ('24 )
5-0 Basilio Jordan Meca ('34 )
6-0 Konráð Freyr Sigurðsson ('39 , víti)
7-0 Jónas Aron Ólafsson ('51 )
8-0 Konráð Freyr Sigurðsson ('51 )
9-0 Basilio Jordan Meca ('58 )
10-0 Basilio Jordan Meca ('65 )
11-0 Emil Óli Pétursson ('78 )
12-0 Jónas Aron Ólafsson ('83 )
13-0 Jónas Aron Ólafsson ('90 )


Tindastóll sendi skýr skilaboð frá sér þegar liðið tók á móti RB í toppslag í 4. deildinni í dag.

Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og voru komnir með þriggja marka forystu eftir stundarfjórðung og var staðan 6-0 í hálfleik.

Lokatölur urðu 13-0 þar sem Jónas Aron Ólafsson var atkvæðamestur með fjögur mörk. Basilio Jordan Meca skoraði þrjú og gerði Konráð Freyr Sigurðsson tvö.

Tindastóll er á toppi B-riðils með ellefu stig eftir fimm umferðir. RB er í þriðja sæti með níu stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner