Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bernardo vildi ekki ræða framtíðina - „Sjáum hvað gerist"
Bernardo Silva
Bernardo Silva
Mynd: EPA
Portúgalski sóknartengiliðurinn Bernardo Silva vildi lítið segja er hann var spurður út í framtíðina eftir 2-0 sigurinn á Tékklandi á fimmtudag.

Bernardo hefur stimplað sig inn sem einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár og var meðal annars í liði ársins hjá PFA í ár er Manchester City vann deildina.

Portúgalinn hefur verið á mála hjá City í fimm ár en síðustu tvö ár hefur hann verið að skoða sín mál og íhuga það að reyna fyrir sér annars staðar.

Leikmaðurinn hefur síðustu daga verið orðaður við Barcelona en hann var fremur hljóðlátur er hann var spurður út í framtíðina á dögunum.

„Ég get því miður ekki sagt neitt um þetta. Ég er einbeittur á landsliðið en við sjáum hvað gerist þegar tímabilið er búið," sagði Bernardo.

Fjölmiðlar ytra hafa rætt það að Bernardo hafi mikinn áhuga á því að fara til Barcelona en myndi ekki þrýsta á Man City að keyra söluna í gegn.
Athugasemdir
banner
banner