Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. júlí 2018 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Fótboltinn er ekki að koma heim
Króatar í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni
Mandzukic fagnar sigurmarki sínu.
Mandzukic fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Getty Images
England spilar um þriðja sætið.
England spilar um þriðja sætið.
Mynd: Getty Images
Svona líður öllum stuðningsmönnum Englands akkúrat núna.
Svona líður öllum stuðningsmönnum Englands akkúrat núna.
Mynd: Getty Images
Króatía 2 - 1 England (eftir framlengingu)
0-1 Kieran Trippier ('5 )
1-1 Ivan Perisic ('68 )
2-1 Mario Mandzukic ('109 )

Enska þjóðin hefur talað um það síðustu daga að fótboltinn sé að koma heim (eins og segir í laginu) en það gerist allavega ekki strax. Englendingar voru slegnir út í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi rétt í þessu.

Króatía er komið í úrslitaleikinn og mun þar spila við Frakkland á sunnudaginn kemur.

Fagnað með bjórsturtu
England byrjaði leikinn frábærlega og komst yfir strax eftir fimm mínútna leik. Bakvörðurinn Kieran Trippier skoraði þá beint úr aukaspyrnu, glæsilegt mark.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Trippier á vef RÚV.

Enska þjóðin fagnaði markinu vel og innilega en í Hyde Park í Lundúnum gerðist þetta:


England leiddi 1-0 í hálfleik og voru með leikinn í höndum sér.

Króatar tóku yfir
Um miðjan seinni hálfleikinn ákváðu hins vegar Króatar að taka leikinn yfir. Þeir fengu aukinn kraft og jöfnuðu metin á 68. mínútu leiksins. Ivan Perisic skoraði markið þar sem hann hafði betur en Kyle Walker í baráttunni í teignum.

Sjáðu markið hjá Perisic á vef RÚV.

Staðan 1-1. Perisic komst nálægt því að skora aftur nokkrum mínútum síðar en skot hans endaði í stönginni.

Það var eins og allt loft hefði horfið úr Englendingum. Þeir misstu allan kraft og Króatar tóku völdin. Það voru hins vegar ekki fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.

Þetta var þriðja framlenging Króata í röð en það voru þeir sem höfðu betur. Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið á 109. mínútu eftir sofandahátt í vörn Englands.

Smelltu hér til að sjá sigurmark Mandzukic.

Ansi klaufalegt hjá Englandi og þeir fara ekki í sinn fyrsta úrslitaleik frá 1966. Þeir spila við Belgíu um þriðja sætið.

Hvað þýða þessi úrslit?
England spilar við Belgíu um þriðja sætið á meðan Króatía fer í sinn fyrsta úrslitaleik og spilar við Frakkland á sunnudag.


Athugasemdir
banner