Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður sárt út ferilinn
Kane eftir leik í kvöld.
Kane eftir leik í kvöld.
Mynd: EPA
„Ég gat ekki gefið meira. Strákarnir gátu ekki gefið meira," sagði svekktur Harry Kane, fyrirliði Englands, eftir tap gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í kvöld.

Þetta var fyrsti úrslitaleikur Englands á stórmóti í 55 ár. Niðurstaðan var jafntefli en England tapaði í vítaspyrnukeppni.

„Að tapa í vítaspyrnukeppni er versta tilfinning í heimi. Þetta var ekki gott kvöld en þetta hefur verið frábært mót og við eigum að vera stoltir. Auðvitað er þetta sárt og þetta verður sárt en við erum á réttri leið og vonandi getum við tekið skref fram á við á næsta ári."

„Við vinnum saman og við töpum saman. Við lærum og vöxum. Strákarnir munu vaxa og það gefur okkur aukna hvatningu fyrir HM á næsta ári."

„Við eigum að vera stoltir af því sem við afrekuðum á þessu móti. Við erum sigurvegarar og viljum vinna og þetta mun því vera sárt út ferilinn hjá okkur, en svona er fótboltinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner