Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   lau 11. september 2021 17:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveinn Elías: Líklegur til að setja sjálfan mig í liðið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er mjög svekktur að tapa, ég hefði viljað að við hefðum tryggt sætið á okkar eigin forsendum, það var planið, við ætluðum að vinna þennan leik," sagði Sveinn Elías Jónsson annar þjálfara Þórs eftir 1-2 tap liðsins gegn Selfossi í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Selfoss

„Við brutum markamúrinn sem var stærri en kínamúrinn að því er virðist vera, það virtist engu máli skipta hversu mörg og góð færi við vorum búnir að fá í síðustu leikjum en boltinn vildi ekki í netið."

Jóhann Helgi skoraði tvö mörk sem voru dæmd af honum. Sveini fannst dómgæslan góð heilt yfir í dag en honum fannst að bæði mörkin hefðu átt að standa.

„Mér fannst leikurinn heilt yfir vel dæmdur en ég var mjög svekktur með tvær ákvarðanir í mörkunum sem Jóhann skoraði, mér fannst þau bæði átt að standa."

„Dómarinn verður að skilja það að það verður að vera rómantík í þessu og ef sóknarmaðurinn á að njóta vafans og allt það. Þetta síðasta mark í lokin, þetta á bara að vera mark, ég hlakka til að sjá myndband af því og sjá að hann hafi virkilega verið svona rangstæður því að ég held að það hafi liðið svona 8 sekúndur þangað til hann lyfti flagginu því hann hafði held ég ekki hugmynd um hvað hann var að gera en það var niðurstaðan, svona er bara boltinn."

Sveinn segir að umfjöllunin um markaþurrð liðsins hafi farið illa í menn.

„Það sem að mér fannst augljóst í leik liðsins það var að öll umfjöllun og allt tal um þessa markaþurrð að hún er komin í hausinn á mönnum. Það er erfitt að gíra menn upp og mér fannst það sjást á liðinu að við værum með lítið sjálfstraust en á móti kemur að þá fannst mér við betri en Selfoss liðið. Við förum í pressulausan leik í síðustu umferð og við munum halda áfram að gefa ungum mönnum tækifæri. Ég vona að þeir spili skemmtilegan bolta og við sækjum þrjú stig."

Þór ætlaði að keyra á reynslunni í dag segir Sveinn.

„Við ætluðum að keyra á reynslunni, strákarnir voru stálheppnir að ég fékk aðeins í bakið í vikunni annars hefði ég verið líklegur til að setja sjálfan mig í byrjunarliðið en það slapp í dag."

Orri Freyr Hjaltalín hætti með Þór á dögunum, Sveinn Elías og Jón Stefán Jónsson klára tímabilið undir stjórn liðsins en Sveinn segir að þetta sé mjög spennandi starf fyrir næsta þjálfara.

„Framhaldið hjá Þór, ég hef engar áhyggjur af því, það eru að koma svo flottir drengir upp, mjög margir af þeim í raun búnir að fá eldskírnina sína í sumar, búnir að fá fullt af mínútum þannig að ég hef engar áhyggjur af því, þetta er mjög spennandi starf að taka við."
Athugasemdir
banner
banner