Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. september 2021 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel um fyrsta leik Saul: Hann gerði nokkur stór mistök
Saul í leiknum gegn Aston Villa
Saul í leiknum gegn Aston Villa
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann hafi mögulega hent spænska miðjumanninum Saul of snemma út í djúpu laugina í 3-0 sigrinum á Aston Villa í dag.

Saul kom til Chelsea á lokadegi gluggans á láni frá Atlético og var hent í byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Hann átti afar erfitt uppdráttar og virtist í erfiðleikum með að finna samherja. Villa náði að búa til sér nokkur færi útaf mistökum hans og viðurkenni Tuchel að hann hafi mögulega gert mistök á að setja hann í byrjunarliðið.

„Mér fannst hann ströggla. Það voru nokkur stór mistök í sendingum og hann átti í erfiðleikum með styrkleikann. Það sást að hann er ekki alveg búinn að aðlagast," sagði Tuchel.

„Þetta er á mína ábyrgð. Ég hafði það á tilfinningunni að hann gæti stokkið inn í liðið og spilað á þessu stigi. Ég hélt svo að það væri kannski best að skipta honum af velli en það breytir ekki skoðun minni á honum."

„Þetta er mjög erfitt. Annaðhvort getur maður þetta eða ekki og ég sagði við hann að þetta væri á mína ábyrgð ef þetta myndi ekki ganga upp. Hann var í smá basli og bjó til nokkur hálffæri fyrir Aston Villa,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner