Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. nóvember 2018 13:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter tapaði óvænt gegn Atalanta
Atalanta fer úr 11. sæti í það sjötta.
Atalanta fer úr 11. sæti í það sjötta.
Mynd: Getty Images
Atalanta 4 - 1 Inter
1-0 Hans Hateboer ('8 )
1-1 Mauro Icardi ('47 , víti)
2-1 Gianluca Mancini ('62 )
3-1 Berat Djimsiti ('88 )
4-1 Alejandro Gomez ('90 )
Rautt spjald:Marcelo Brozovic, Inter ('90)

Það er einn leikur búinn í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Atalanta fékk Internzionale í heimsókn.

Atalanta komst yfir strax á áttundu mínútu þegar Hans Hateboer skoraði. Staðan var í leikhléi var 1-0 fyrir Atalanta.

Inter náði að jafna í upphafi síðari hálfleiks þegar Mauro Icardi, fyrirliði liðsins, skoraði úr vítaspyrnu. Staðan var jöfn í stundarfjórðung, Atalanta komst aftur á 62. mínútu en í þetta skiptið var það Gianluca Mancini sem skoraði.

Atalanta bætti við tveimur mörkum til viðbótar áður en yfir lauk og lokatölur 4-1. Gífurlega flottur sigur hjá Atalanta.

Atalanta fer úr 11. sætinu upp í sjötta sætið með þessum sigri. Inter nær ekki að endurheimta annað sætið og er áfram í þriðja sæti.

Leikir dagsins:
11:30 Atalanta 2 - 1 Inter
14:00 Chievo - Bologna
14:00 Empoli - Udinese
14:00 Roma - Sampdoria
17:00 Sassuolo - Lazio
19:30 AC Milan - Juventus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner