Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. júlí 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía önnur þjóðin sem vinnur tvöfalt í Evrópu sama árið
Evrópumeistarar.
Evrópumeistarar.
Mynd: EPA
Ítalía varð í gær Evrópumeistari í fótbolta eftir sigur gegn Englandi í vítaspyrnukeppni.

Gareth Southgate tók tvöfalda skiptingu undir lok framlengingarinnar. Marcus Rashford og Jadon Sancho komu inn á til að taka vítaspyrnur. Þeir fóru báðir á punktinn í vítaspyrnukeppninni en klúðruðu báðir.

Jorginho gat tryggt sigur Ítalíu en Jordan Pickford varði frá honum. Það var mikil ábyrgð sett á herðar hins unga Bukayo Saka sem tók fimmtu og síðustu spyrnu Englands. Gianluigi Donnarumma varði frá honum og var hetja Ítalíu.

Ítalía var að vinna Evrópumótið í annað sinn, en þeir unnu það líka árið 1968.

Þetta hefur verið ansi gott ár fyrir Ítalíu í Evrópu. Þeir unnu líka Eurovision söngvakeppnina og unnu því tvöfalt í Evrópu. Þeir eru önnur þjóðin sem vinnur Evrópumótið í fótbolta og Eurovision sama árið. Svíar gerðu það 1984 er þjóðin vann Evrópumót kvenna og Eurovision með glæsibrag.

Hér að neðan má hlusta á sigurlag Ítalíu í Eurovision í ár.



Athugasemdir
banner
banner
banner