Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. september 2022 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik Arsenal og PSV frestað
Mynd: EPA
Leikur Arsenal og PSV mun ekki fara fram á fimmtudagskvöld eins og fyrirhugað var. Leikurinn átti að fara fram á Emirates leikvanginum. Leiknum hefur verið frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar síðasta fimmtudag.

Lögregluyfirvöld í London geta ekki séð af nægum mannafla til að gæta öryggis í kringum leikinn í kjölfar andláts drottningarinnar.

Arsenal er að vinna í því að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn. Leikjadagskráinn er afar þétt næstu vikur vegna heimsmeistaramótsins sem hefst í Katar í nóvember.

Öllum leikjum sem áttu að fara fram um liðna helgi var frestað og er möguleiki að leikjum um næstu helgi verði einnig frestað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner