Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 12. október 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Skov Olsen frá í sex vikur
Icelandair
Skov Olsen liggur meiddur á vellinum.
Skov Olsen liggur meiddur á vellinum.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Andreas Skov Olsen, kantmaður Bologna og danska landsliðsins, verður frá keppni næstu sex vikurnar en ítalska félagið greindi frá þessu í dga.

Skov Olsen var borinn meiddur af velli undir lokin í 3-0 sigri Danmerkur á Íslandi í Þjóðadeildinni í gær.

Hinn tvítugi Skov Olsen fór síðan beint í sjúkrabíl eftir leik vegna meiðslanna.

Nú er ljóst að Skov Olsen braut bein í fimmta hryggjarlið og verður fyrir vikið frá keppni í sex vikur.

Hann verður því ekki með þegar Ísland heimsækir Danmörku í Þjóðadeildinni í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner