Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. nóvember 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Penninn á lofti hjá Vestra - fimm framlengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Penninn var á lofti hjá Vestra í dag en félagið hefur tryggt sér þjónustu fimm leikmanna áfram næstu árin. Það eru þeir Guðmundur Arnar Svavarsson, Daniel Osafo-Badu, Aurelien Norest, Chechu Meneses og Martin Montipo.

Guðmundur er fæddur árið 2002 en hann er uppalinn hjá Vestra. Hann lék 16 leiki með liðinu í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum á síðustu leiktíð.

Hinn 34 ára gamliOsafo-Badu kom til Vestra frá Magna árið 2015. Norest kom til Vestra árið 2016 en hélt til Svíþjóðar árið 2018 en snéri aftur fyrir síðasta tímabil og lék sextán leiki í deild og bikar.

Hinn 26 ára gamli Chechu Meneses var lykilmaður í vörn liðsins á síðustu leiktíð en hann kom frá Leikni F. fyrir tímabilið. Montipo kom frá Kára á miðju tímabili en hann lék 10 leiki og skoraði 1 mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner