Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. maí 2020 22:50
Aksentije Milisic
Ætla að byrja á Man Utd - Spurs föstudagskvöldið 12. eða 19. júní
Solskjær gegn Mourinho í opnunarleiknum?
Solskjær gegn Mourinho í opnunarleiknum?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin stefnir á að flauta tímabilið aftur í gang með hörku sjónvarpsdagskrá og er planið að halda því þannig út tímabilið.

Sportsmail hefur heimildir fyrir því að sjónvarpsstöðvum hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir það að tímabilið hefjist aftur með einum leik í beinni útsendingu þann 12. eða 19. júní og í kjölfarið verði fjórir leikir í beinni útsendingu á mismunandi tímum á laugardag og sunnudag, áður en umferðinni líkur með kvöldleik á mánudeginum.

Þá er talað um að leikur Tottenham og Manchester United, sem átti upphaflega að vera þann 15. mars, verði opnunarleikur helgarinnar. Sá leikur verður þá sýndur í beinni útsendingu á föstudagskvöldi hjá SkySports, sem mun sýna fjóra leiki beint í hverri umferð. BT Sport mun sýna einn leik og þá munu hinir leikirnir mögulega vera aðgengilegir á Youtube.

Því hefur verið haldið fram að það verði einn leikur sýndur á hverjum degi, en Sportsmail segir frá því að úrvalsdeildin vilji halda sig við venjulegu aðferðina. Einn leik á föstudag, fjóra á laugardag og sunnudag og síðan einn á mánudag.


Athugasemdir
banner
banner