Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. júní 2018 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nóg að gera á skrifstofu Arsenal - Leno og fleiri á leiðinni
Leno á sex landsleiki fyrir Þýskaland.
Leno á sex landsleiki fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera á skrifstofu Arsenal þessa stundina. Nokkur félagskipti liggja í loftinu.

Sky Sports segir að Lundúnafélagið sé komið langt í viðræðum við Bayer Leverkusen um kaup á markverðinum Bernd Leno.

Hinn 26 ára gamli Leno komst ekki á HM með Þýskalandi en hann á sex landsleiki fyrir þjóð sína.

Leno hefur leikið meira en 300 leiki fyrir Leverkusen og er litið á hann sem arftaka Petr Cech, sem er orðinn 36 ára, hjá Arsenal.

Arsenal hefur misst af Meistaradeildarsæti síðustu tvö tímabil. Það er kominn nýr stjóri í brúnna, Unai Emery, og hann virðist ætla að vera duglegur að styrkja liðið.

Ásamt Leno er Arsenal sagt vera að kaupa Lucas Torreira, miðjumann Sampdoria á Ítalíu, og Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Þá hafa leikmenn eins og Gelson Martins, Jean Michel Seri og Caglar Soyuncu einnig verið orðaðir við Arsenal.

Arsenal hefur nú þegar fengið bakvörðinn Stephan Lichtsteiner, en það er ekki bara hægt að fá leikmenn. Gera má ráð fyrir því, að ef Arsenal verður stórtækt í leikmannakaupum, þá muni einhverjir leikmenn líka hverf á braut.

Arsenal endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á síðasta tímabili Arsene Wenger með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner