Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júní 2022 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin í dag - Óvænt staða komin upp
Heimsmeistararnir eru á botninum.
Heimsmeistararnir eru á botninum.
Mynd: Getty Images
Ísland spilar við Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld en hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir eru einnig í keppninni í kvöld.

Í A-deild eru tveir leikir; Danmörk spilar við lærisveina Ralf Rangnick í Austurríki og á sama tíma mætast Frakkland og Króatía - liðin sem mættust í úrslitaleik HM 2018.

Fyrir þessa leiki er staðan frekar óvænt í riðlinum því heimsmeistarar Frakklands eru án sigurs í þremur leikjum og eru á botninum með tvö stig. Danmörk er á toppnum með sex stig og hin tvö liðin eru með fjögur stig.

Ísland og Ísrael mætast í B-deildinni og þá eru tveir leikir í C-riðlinum eins og sjá má hér fyrir neðan.

mánudagur 13. júní

UEFA NATIONS LEAGUE A: Group Stage
18:45 Danmörk - Austurríki
18:45 Frakkland - Króatía

UEFA NATIONS LEAGUE C: Group Stage
14:00 Kasakstan - Slóvakía
16:00 Azerbaijan - Hvíta Rússland
Athugasemdir
banner
banner
banner