Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. ágúst 2018 12:10
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam: Upplegg Emery var heimskulegt
Stephan Lichtsteiner og Unai Emery.
Stephan Lichtsteiner og Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur gagnrýnt Unai Emery, stjóra Arsenal, fyrir það hvernig hann lagði upp leikinn gegn Manchester City í gær.

Ríkjandi Englandsmeistar í City unnu sannfærandi 2-0 sigur í leiknum.

„Þetta er sök stjórans. Ekki biðja einhvern að gera eitthvað gegn Manchester City sem þú átt ekki að gera," sagði Stóri Sam við TalkSport.

„Hvað gerir Manchester City? Pressar, pressar, pressar. Svo af hverju að reyna hægt uppspil frá öftustu línu?"

„Við erum komin með það á heilann í þessu landi að 'spila frá öftustu línu', fá miðverðina til hliðar og spila svo. Það er heimskulegt að spila alltaf þannig."

Stóri Sam var þá spurður að því hvort City hafi gert mistök með því að spila sjálft frá öfustu línu. Þá svaraði hann: „Þegar þú ert bestur þá getur þú gert það."


Athugasemdir
banner
banner