Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. nóvember 2018 07:50
Magnús Már Einarsson
Christensen reiknar ekki með að fara frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen reiknar ekki með að yfirgefa herbúðir Chelsea í janúar þrátt fyrir að fá lítið að spila.

Christensen hefur einungis komið við sögu í sex leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og han hefur ekki spilað eina mínútu í ensku úrvalsdeildinni síðan Maurizio Sarri tók við í sumar.

Christensen, sem spilaði 40 leiki á síðasta tímabili, hefur meðal annars verið orðaður við Juventus.

Christensen var spurður að þvi í viðtali við Sky Sports hvort hann reikni með að róa á önnur mið í janúar. „Erfið spurning. Ég held ekki," svaraði Christensen.

„Þetta er öðruvísi en á síðasta tímabili. Ég spilaði mikið þá en á þessu tímabili hefur það ekki verið þannig. Það er alltaf erfitt fyrir leikmenn en við sjáum hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner