Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. nóvember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Eigendur enskra félaga funda um VAR
VAR var notað á HM í sumar.
VAR var notað á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Eigendur félaga í ensku úrvalsdeildinni eru með fund á fimmtudaginn þar sem ýmis mál verða rædd.

Samkvæmt frétt Sky Sports verður eitt stærsta málið á fundinum hvort taka eigi upp VAR, myndbandsdómgæslu, í ensku úrvalsdeildinni.

Nokkur vafaatriði voru í enska boltanum um síðustu helgi og Charlie Austin, framherji Southampton, var meðal annars reiður í viðtali eftir að mark hans var dæmt af gegn Watford.

VAR er í flestum stærstu deildum heims en enska úrvalsdeildin hefur ekki ennþá tekið tæknina upp.

Á fundinum á fimmtudag er möguleiki að ákveðið verði að setja fram kosningu um hvort að VAR verði tekið í notkun fyrir næsta tímabil.

Sjá einnig:
Hjörvar vill VAR: Gummi Ben og nokkrir þverhausar á móti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner