Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. nóvember 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM í dag - Frakkland í góðri stöðu
Mynd: EPA
Undankeppni HM er í algleymingi þessa helgina. Næst síðasta umferðin og allt að skýrast.

D-riðill er galopinn en Frakkland sem mætir Kasakstan er þó í góðri stöðu en liðið tryggir sér sæti á HM með sigri í kvöld. Finnland á enn möguleika á að komast beint áfram með sigri á Bosníu ef Frakkar misstíga sig. Finnland og Frakkland mætast í loka umferðinni.

Það má búast við því að Finnland, Úkraína og Bosnía berjist um umspilssæti.

Í E-riðli mætast Belgía og Eistland annarsvegar og Wales og Hvíta-Rússland hinsvegar. Belgía er með 5 stiga forskot á Tékkland og Wales á toppnum. Tékkland á aðeins einn leik eftir meðan Wales og Belgía eiga tvo. Wales og Belgía mætast innbirgðis í lokaumferðinni.

Í G-riðli er mikil spenna. Noregur mætir Lettlandi, Tyrkland fær Gíbraltar í heimsókn og Holland heimsækir Svartfjallaland. Holland er í efsta sæti með 19 stig. Noregur í öðru með 17 og Tyrkland í þriðja með 15.

Holland og Noregur mætast í lokaumferðinni á meðan Tyrkland heimsækir Svartfjallaland.

laugardagur 13. nóvember

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group D
14:00 Bosnia Herzegovina - Finnland
19:45 Frakkland - Kasakstan

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group E
19:45 Belgía - Eistland
19:45 Wales - Hvíta Rússland

WORLD CUP: Europe, Qualification, Group G
17:00 Noregur - Lettland
17:00 Tyrkland - Gibraltar
19:45 Montenegro - Holland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner