Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. mars 2019 08:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær sannfærði Pogba um að vera áfram
Powerade
Pogba í stuði.
Pogba í stuði.
Mynd: Getty Images
Er Neymar á leið í þriggja leikja bann?
Er Neymar á leið í þriggja leikja bann?
Mynd: Getty Images
Sancho, Pogba, Klopp, Hazard, Alderweireld, Icardi og fleiri í safaríkum slúðurpakka sem BBC tók saman.

Jadon Sancho (18), vængmaður Borussia Dortmund, fer ekki neitt í sumar. Þetta segir Michael Zorc, íþróttastjóri þýska félagsins, en Sancho hefur verið orðaður við Manchester United. (Mirror)

Paul Pogba (25) var búinn að ákveða að fara frá United í sumar en er búinn að skipta um skoðun eftir að hafa rætt við Ole Gunnar Solskjær. (Sun)

United hefur ekki lengi áhuga á Ivan Rakitic (31), miðjumanni Barcelona. (Evening Standard)

Franz Beckenbeuer, fyrrum forseti Bayern München, vill sjá Jurgen Klopp taka við Bæjurum í framtíðinni. (Goal)

Eden Hazard (26) hefur „aldrei talað um Real Madrid" að sögn liðsfélaga hans Willian. Belgíski landsliðsmaðurinn hefur sterklega verið orðaður við Madrídarliðið. (Mail)

Viðræður Manchester City við Leroy Sane (23) um nýjan samning ganga hægt því móðir hans er kröfuhörð. Móðir hans vann brons í fimleikjum á Ólympíuleikunum 1984. (Mail)

Neymar (27), framherji Paris St-Germain, gæti farið í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna um dómarana eftir tapið gegn Manchester United. Hann verður þá í banni í fyrri hluta riðlakeppninnar á næsta tímabili. (Times)

Leicester borgaði Celtic 9 milljónir punda í bætur eftir að hafa ráðið Brendan Rodgers og teymi hans. (Telegraph)

Sóknarmaðurinn Jarrod Bowen (22) hjá Hull hafnaði Cardiff eftir að velska félagið reyndi að kaupa hann í kjölfarið á hvarfi Emiliano Sala. Bowen segir að þessi aðstaða hafi verið mjög óþægileg. (Mail)

Mauro Icardi (26), sóknarmaður Inter, gæti mögulega farið til Juventus eða Real Madrid. Icardi hefur ekki spilað fyrir Inter síðan fyrirliðabandið var tekið af honum í febrúar. (TyC Sports)

Manchester United hefur fengið grænt ljós á að kaupa Toby Alderweireld (30), varnarmann Tottenham, í sumar. Klásúla í samningi hans segir að hann geti farið fyrir 26 milljónir punda. (Mirror)

Rafa Benítez mun fá þau fyrirmæli að kaupa yngri leikmenn ef hann samþykkir nýjan samning frá Newcastle. Það verður erfitt fyrir Benítez að fá Salomon Rondon (29) alfarið. (Mirror)

Real Madrid er að vinna Manchester United í baráttu um Eder Militao (21), varnarmann Porto. Talað er um 45 milljóna punda kaupverð. (Sun)

Danny Mill, fyrrum varnarmaður Leeds, telur að Marcelo Bielsa gæti yfirgefið Elland Road ef Leeds kemst ekki upp. (TalkSport)

AC Milan leiðir kapphlaupið um argentínska miðjumanninn Sebastian Sforza (17) frá Newell's Old Boys. Manchester City, PSG, West Ham, Bayern München og Juventus hafa einnig áhuga á táningnum. (Calciomercato)

Slavisa Jokanovic hefur ekki heyrt frá West Brom og engar formlegar viðræður átt sér stað. (Mirror)


Athugasemdir
banner
banner
banner