Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. apríl 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri: Þeir eru betri en við erum á réttri leið
Mynd: Getty Images
„Ég er ánægður með frammistöðuna. Við spiluðum góðan leik gegn mjög sterkum andstæðingi," sagði Maurizio Sarri, stjóri Chelsea eftir 2-0 tap gegn Liverpool í dag.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleiknum, við vörðumst mjög vel og fengum ekki neitt mark á okkur. Við vorum inn í leiknum í 50 mínútur. Við brugðumst við eftir seinna markið og fengum tvö eða þrjú tækifæri. Mér fannst við spila mjög vel."

„Þeir eru betri en við, en við erum á réttri leið. Eden og Higuain fengu tækifæri. Við vorum ekki með heppnina með okkur. Við hittum stöngina í 35. sinn á tímabilinu."

„Við erum að bæta okkur. Fyrir þremur mánuðum hefðum við ekki haldið okkur inn í þessum leik. Í dag spiluðum við vel."

Chelsea er í fjórða sæti með 66 stig, tveimur stigum meira en Manchester United sem er í fimmta sæti. Chelsea hefur hins vegar leikið einum leik meira en United og tveimur leikjum meira en Arsenal, sem er í sjötta sæti með 63 stig.

Baráttan um Meistaradeildarsæti er mjög hörð.

„Þetta er ekki auðvelt en við berjumst til enda. Síðasti mánuðurinn á tímabilinu verður erfiður fyrir öll liðin."

Sarri var ósáttur við fyrra mark Liverpool í leiknum.

„Það var brotið á Emerson. Þetta er besta deild í heimi, en dómararnir eru ekki þeir bestu. Liverpool átti samt sigurinn skilið," sagði Sarri.
Athugasemdir
banner
banner
banner