Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Ótrúleg dramatík er Serbía skildi Portúgal eftir
Mitrovic skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Mitrovic skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Það er alls ekki víst að Ronaldo verði á HM í Katar.
Það er alls ekki víst að Ronaldo verði á HM í Katar.
Mynd: Getty Images
Serbía vann dramatískan sigur gegn Portúgal í lokaumferð A-riðils í undankeppni HM 2022.

Renato Sanches kom Portúgal í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. En Dusan Tadic tókst að jafna áður en flautað var til hálfleiks.

Það var mikið undir í þessum leik þar sem bæði lið voru með 17 stig. Portúgal færi beint á HM með jafntefli og það virtist stefna í það, en á lokamínútum breyttist staðan heldur betur - því Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmarkið.

Lokatölur 1-2 fyrir Serbíu í Portúgal og fara Serbar beint á HM. Portúgal fer í umspilið og er alls ekki öruggt að Cristiano Ronaldo verði á HM í Katar á næsta ári.

Í hinum leiknum í riðlinum vann Írland auðveldan sigur á Lúxemborg. Írland endaði í þriðja sæti A-riðils og Lúxemborg í fjórða sæti.

Í B-riðlinum tryggði Alvaro Morata Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíþjóð með marki á 86. mínútu. Spánn vinnur riðilinn með fjórum stigum meira en Svíþjóð, sem fer í umspilið.

Grikkland og Kosóvó skildu jöfn, 1-1; Grikkland endar í þriðja sæti B-riðils og Kósóvó í neðsta sætinu af fimm liðum.

A-riðill:
Portúgal 1 - 2 Serbía
1-0 Renato Sanches ('2 )
1-1 Dusan Tadic ('33 )
1-2 Aleksandar Mitrovic ('90 )

Lúxemborg 0 - 3 Írland
0-1 Shane Duffy ('67 )
0-2 Chiedozie Ogbene ('75 )

B-riðill:
Grikkland 1 - 1 Kosóvó
1-0 Giorgos Masouras ('44 )
1-1 Amir Rrahmani ('76 )

Spánn 1 - 0 Svíþjóð
1-0 Alvaro Morata ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner