Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 15. janúar 2023 15:39
Aksentije Milisic
England: Chelsea harkaði inn sigur - Ótrúlegt atvik á St James' Park
Havertz var hetja Chelsea.
Havertz var hetja Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mitrovic rann á vítapunktinum.
Mitrovic rann á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en þar áttust við Chelsea og Crystal Palace á Stamford Bridge og Newcastle og Fulham fyrir norðan.


Fyrri hálfleikurinn í viðureign Chelsea og Crystal Palace var mjög fjörugur þrátt fyrir að það hafi verið markalaust. 

Palace byrjaði miklu betur og varði Kepa nokkrum sinnum mjög vel. Chelsea beit frá sér þegar líða tók á hálfleikinn og fékk nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki.

Það var á 64. mínútu sem eina mark leiksins leit dagsins ljós en það gerði Kai Havertz með skalla eftir flotta fyrirgjöf frá Hakim Ziyech.

Þetta reyndist eina mark leiksins en Crystal Palace sótti mjög stíft að marki Chelsea undir lokin en langþráður sigur Chelsea staðreynd.

Í Newcastle unnu heimamenn sigur á nýliðunum í Fulham. Ótrúlegt atvik átti sér stað í síðari hálfleiknum en þá fékk Fulham vítaspyrnu.

Aleksandar Mitrovic skoraði úr spyrnunni en eftir nánari athugun var markið dæmt af. Hann rann í spyrnunni og tók tvær snertingar á boltann áður en hann fór inn.

Því fékk Newcastle dæmda aukaspyrnu en þetta átti eftir að koma hressilega í bakið á Fulham. Alexander Isak gerði sigurmarkið seint í leiknum og kom Newcastle aftur í þriðja sæti deildarinnar.

Chelsea 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Kai Havertz ('64 )

Newcastle 1 - 0 Fulham
0-0 Aleksandar Mitrovic ('70 , Misnotað víti)
1-0 Alexander Isak ('89)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
12 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
13 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner