Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
ÍR fær þrjá leikmenn (Staðfest)
Hér er Axel Kári Vignisson, formaður knattspyrnudeildar, ásamt Sæmundi Sven Schepsky og Einari Karli Árnasyni
Hér er Axel Kári Vignisson, formaður knattspyrnudeildar, ásamt Sæmundi Sven Schepsky og Einari Karli Árnasyni
Mynd: ÍR
ÍR-ingar tilkynntu þrjá nýja leikmenn um helgina en þeir Andri Fannar Hreinsson, Einar Karl Árnason og Sæmundur Sven Schepsky eru allir búnir að skrifa undir hjá félaginu.

Andri Fannar er tvítugur vængmaður sem kemur til félagsins frá Fjölni, þar sem hann er uppalinn, en hann lék með Þrótti R. á síðustu leiktíð.

Einar Karl er 21 árs gamall bakvörður og kemur frá Sindra, en hann hefur spilað þar síðustu fjögur tímabil. Hann er uppalinn í FH en mun nú spila með ÍR-ingum.

Síðast en ekki síst er Sæmundur Schepsky mættur en þessi fjölhæfi leikmaður getur spilað flest allar stöður á vellinum. Hann er uppalinn í Fram en fór ungur að árum til Víkings.

Sæmundur þekkir vel til hjá ÍR en hann á leiki með liðinu í Lengjubikarnum. Hann hefur spilað fyrir Árbæ, Elliða og Aftureldingu ásamt því að hafa leikið 17 leiki fyrir Úlfana í bæði deild- og bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner