Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. apríl 2019 10:39
Arnar Daði Arnarsson
Telur að Deeney eigi að fá tækifæri með enska landsliðinu
Troy Deeney
Troy Deeney
Mynd: Getty Images
Javi Garcia þjálfari Watford, lofar Troy Deeney framherja sínum í hastert og telur hann besta enska framherjann í dag.

Sóknarmaðurinn hefur skorað 11 mörk í 33 leikjum á tímabilinu þar af níu mörk í ensku úrvalsdeildinni.

„Troy Deeney er sennilega besti enski framherjinn," sagði Javi Gracia þjálfari Watford í viðtali við Sky Sports.

„Það eru margir góðir enskir leikmenn í sömu stöðu, en að mínu mati er Deeney sá besti."

Enski framherjinn hefur aldrei spilað fyrir þjóð sína, hvorki með A-landsliðinu né yngri landsliðum Englands.

„Hann er góður í augnablikinu, en það er ekki ákvörðun mín," sagði Garcia.

Watford mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner