Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 14:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Metro 
AC Milan reynir að fá Torreira
Mynd: Getty Images
AC MIlan er að vonast til að geta fengið Lucas Torreira frá Arsenal.

AC Milan stefnir á það að bjóða Arsenal leikmann plús pening fyrir hinn 22 ára gamla miðjumann.

Arsenal hefur ekki áhuga á að selja Torreira en stjóri Milan Marco Giampaolo vill ólmur fá fyrrum leikmann sinn til sín í Milan.

Giampaolo vann með Torreira í Sampdoria og hefur hann sagt að Torreira væri drauma kaupin í sumar.

Gazzetta dello Sport greinir frá því að Milan sé nú þegar búið að hafa samband við umboðsmann Torreira.

Arsenal vill ekki selja hann fyrir neitt minna en 40 milljónir evra en AC Milan vonast til að geta boðið leikmann að auki til að lækka þá tölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner