Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 15. júlí 2018 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sean Cox kominn aftur til meðvitundar
Liverpool sigraði Roma í einvíginu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þessi mynd var tekin eftir seinni leikinn í Róm en þarna má sjá leikmenn sýna Sean Cox virðingu sína.
Liverpool sigraði Roma í einvíginu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þessi mynd var tekin eftir seinni leikinn í Róm en þarna má sjá leikmenn sýna Sean Cox virðingu sína.
Mynd: Getty Images
Sean Cox, stuðningsmaður Liverpool, sem ráðist á var fyrir utan Anfield fyrir leik Liverpool og Roma í Meistaradeildinni í apríl síðastliðnum er kominn aftur til meðvitundar samkvæmt frétt frá Liverpool Echo.

Cox, sem er 53 ára gamall faðir, varð fyrir árás frá stuðningsmönnum Roma fyrir leikinn í Meistaradeildinni og var hann fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir árásina.

Írinn varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum og var í dái, en er núna kominn aftur til meðvitundar sem eru frábærar fréttir.

Cox er víst búinn að taka stór skref í að jafna sig, hann er núna í endurhæfingu.

Tveir ítalskir karlmenn, Daniele Sciusco, 29 and Filippo Lombardi, 20, voru handteknir fyrir að ráðast á Cox. Þeir hafa báðir verið kærðir fyrir verknaðinn.

Mikill peningur hefur safnast fyrir Cox og hans fjölskyldu. Vonandi nær hann að jafna sig að fullu fljótlega.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner