Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Gunnar Þorsteins í banni: Verður sennilega notalegt í stúkunni
Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur tekur út leikbann í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍA í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Grindavík er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan ÍA er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig.

„Það er alltaf leiðinlegt að taka út leikbann en þetta er hlutverk okkar á miðjunni. Við eigum ekki að fá á okkur nein áhlaup og ég hef verið oft í því hlutverki í sumar sem djúpur á miðjunni að stoppa sóknir andstæðingana og því fylgir oft gul spjöld. Við spilum mjög agaðan leik og Túfa vill frekar að við tökum á okkur gul spjöld heldur en að fá á okkur skyndisóknir," sagði Gunnar sem hefur misst af fáum leikjum á ferlinum. Það er þó oftast þannig að hann missir af leikjum útaf leikbönnum.

„Ég hef blessunarlega verið heppinn með meiðsli í gegnum tíðina og ég held ég hafi misst af tveimur mótsleikjum á ferlinum vegna meiðsla," sagði Gunnar sem var ekki alveg viss í hvaða hlutverki hann verði í kvöld. Hvort hann ætli að vera í taktískum hugleiðingum upp í stúkunni til að hjálpa liðinu eða njóta þess að horfa á leikinn með fjölskyldunni.

„Það verður kannski fínt að vera uppí stúku með strákinn sinn í skjóli. Það verður sennilega mjög notalegt," sagði Gunnar og benti á að það verði skjól í stúkunni í Grindavík í kvöld.

Grindavík gerði 0-0 jafntefli gegn Stjörnunni í síðasta leik en í kjölfarið kom ágætispása sem Grindvíkingar hafa nýtt vel.

„Það var fínt að fá þetta frí eftir törn þar áður. Við kvörtum hinsvegar ekki yfir því að fá loksins leik, enda erum við í þessu til að spila."

Spánverjarnir að aðlagast
Grindavík hefur fengið til sín tvo Spánverja í júlí glugganum, þá Oscar Manuel Conde Cruz, kallaður Primo og Diego Diz Martinez. Gunnar er ánægður með komu þeirra. Hann segir að þeir séu báðir að aðlagast lífinu á Íslandi og séu að komast í betra form.

„Það er einn og hálfur mánuður síðan mótinu lauk hjá þeim á Spáni og þeir eru því ekki í miklu leikformi. Primo er búinn að vera hér í tvær vikur og hann er því kominn aðeins lengra. Hann vonandi getur sett mark sitt á leikinn í kvöld. Diego er að aðlagast og hann kemur hægt og rólega meira inn í þetta hjá okkur."

Á sama tíma misstu Grindvíkingar tvo sóknarmenn í þeim Patrick N'Koyi og Rene Joensen. Grindvíkingar hafa því ekki verið að auka breiddina með þessum leikmönnum heldur einungis verið að fylla í skörð þeirra sem fóru.

„Þetta eiga að vera leikmenn með það mikil gæði að þeir styrki okkur. Þeir eiga báðir að vera skapandi fram á við og vonandi geta þeir potað inn nokkrum mörkum fyrir okkur og skapað eitthvað af færum."

Grindavík hefur ekki skorað mark í síðustu þremur leikjum og aðeins skorað sjö mörk í 11 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Gunnar vonast til að mörkunum fjölgi með tilkomu Spánverjana.

„Það gafst andrými til að fara aðeins yfir sóknarleikinn í frí-inu. Með þessum nýju leikmönnum þá náum við vonandi að skapa fleiri færi. Við höfum ekki verið að skapa nægilega mikið af færum, að vísu fengum við góð færi gegn Stjörnunni í síðustu umferð, meira en við höfum verið að gera. Primo kom mjög sterkur inn í þann leik og Sigurður Halls. var mjög flottur í þeim leik. Vonandi höldum við áfram að taka skref fram á við í sóknarleiknum," sagði Gunnar Þorsteinsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner