Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 15. júlí 2021 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ryan Bertrand í Leicester (Staðfest)
Mynd: EPA
Leicester hefur náð samkomulagi við vinstri bakvörðinn Ryan Bertrand um að hann spili með liðinu næstu tvö árin hið minnsta.

Betrand hefur leikið með Southampton undanfarin ár en samningur hans rann út um mánaðarmótin síðustu.

Hann er vinstri bakvörður og einhverjir muna kannski eftir því að hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2012 þegar Chelsea lagði Bayern München. Það var hans frumraun í Meistaradeildinni og lék hann á vinstri kantinum.

Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar, í því formi sem keppnin er í dag, til að þreyta frumraunina í úrslitaleik keppninnar.

Bertrand er uppalinn hjá Gillingham og Chelsea en yfirgaf Chelsea árið 2015 og gekk í raðir Southampton. Hann á að baki nítján landsleiki fyrir England.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Bertrand fær í sumar á eftir Patson Daka og Boubakary Soumare.
Athugasemdir
banner
banner
banner