Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. ágúst 2018 12:14
Elvar Geir Magnússon
Alex Þór og Þórarinn ekki með Stjörnunni gegn Grindavík
Alex var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Alex var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson og bakvörðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson taka út leikbann á sunnudag þegar Stjarnan mætir Grindavík í 17. umferð Pepsi-deildarinnar.

Báðir hafa þeir safnað fjórum spjöldum og voru dæmdir í leikbann af aganefnd KSÍ. Þeir eru löglegir þegar Stjarnan mætir FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en spjöld eru aðskilin í keppnunum.

Líklegt er að Jósef Kristinn Jósefsson komi inn í byrjunarlið Stjörnunnar í stað Þórarins gegn Grindavík og Þorri Geir Rúnarsson fylli skarðið sem Alex skilur eftir sig.

Stjarnan er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Grindvíkingar verða án lykilmanns í leiknum en fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson verður í banni.

Fleiri leikmenn voru dæmdir í bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda á fundi aganefndar. Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, tekur út bann í leik gegn KR á Akureyrarvelli á sunnudag.

Þá verður Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, varnarmaður Víkings, í banni gegn Fjölni á mánudaginn en það er vegna brottvísunar í lok tapsins gegn Breiðabliki.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner