Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. ágúst 2018 18:04
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Real og Atletico: Vinicius Junior byrjar á bekknum
Ofurbikar Evrópu
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildarsigurvegarar Real Madrid munu leika sinn fyrsta alvöru leik án Cristiano Ronaldo í kvöld þegar þeir mæta grönnum sínum, Evrópudeildarmeisturum Atletico Madrid.

Leikurinn fer fram í Eistlandi og hefst klukkan 19. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Real er með nýjan stjóra, Julen Lopetegui, en stjóri Atletico, Diego Simeone, er í leikbanni og verður því í stúkunni í kvöld. Þetta er þriðji leikurinn af fjórum í leikbanni hans.

Hinn 18 ára gamli Vinicius Junior byrjar á bekknum hjá Real í kvöld en hann kom frá Flamengo.

Atletico hefur bætt við sig Thomas Lemar, Rodri, Nikola Kalinic, Gelson Martins og Santiago Arias fyrir nýtt tímabil. Frönsku heimsmeistararnir Antoine Griezmann og Lucas Hernandez eru báðir í byrjunarliðinu í kvöld.

Real Madrid: Navas, Carvajal, Ramos, Varane, Kroos, Benzema, Bale, Marcelo, Casemiro, Asensio, Isco.

Atlético: Oblak, Godín, Koke, Griezmann, Saúl Ñíguez, Lemar, Rodri, Savić, Diego Costa, Juanfran, Lucas.



Athugasemdir
banner
banner
banner