Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Henderson ósáttur við orð Balakov: Hann verður að biðjast afsökunar
Jordan Henderson var ósáttur við orð búlgarska þjálfarans
Jordan Henderson var ósáttur við orð búlgarska þjálfarans
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, er afar ósáttur við Krasimir Balakov, þjálfara búlgarska landsliðsins, eftir 6-0 sigurinn í gær.

Henderson var í liði Englands í gær er liðið vann sex marka sigur en það var kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins sem var helst til umræðu.

Balakov, þjálfari Búlgaríu, sagði eftir leik að hann hafi ekki heyrt neitt frá stuðningsmönnunum en Henderson segir að þjálfarinn sé í afneitun.

„Ég talaði við þjálfarann hjá þeim. Þetta var ekki ásættanlegt og það þarf að gera eitthvað í þessu. Hann verður að biðjast afsökunar, fyrir hönd búlgarska liðsins og fyrir hönd stuðningsmannanna. Hann veit nákvæmlega hvað var í gangi og svo var hann að spyrja mig hvað væri eiginlega málið," sagði Henderson.

„Ég sagði við hann að hann vissi hvað væri í gangi en hann sagðist ekki hafa hugmynd um það. Ég vona að hann sjái að sér og biðst afsökunar því allir sem horfðu á leikinn sáu hvað þetta var mikill viðbjóður," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner