Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. nóvember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klúður hjá Hollandi og Noregi býr til úrslitaleik
Hollandi klúðraði hlutunum illa gegn Svartfjallalandi.
Hollandi klúðraði hlutunum illa gegn Svartfjallalandi.
Mynd: EPA
Noregur þarf sigur.
Noregur þarf sigur.
Mynd: Getty Images
Norska landsliðið og það hollenska fóru bæði illa að ráði sínu í undankeppni HM um liðna helgi.

Noregur gerði markalaust jafntefli við Lettland í leik sem þeir hefðu átt að vinna. Úrslitin gerðu það að verkum að Tyrkland fór upp fyrir Noreg á markatölu í öðru sæti G-riðilsins. Seinna á laugardaginn gerði Holland jafntefli við Svartfjallaland í sama riðli - eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir.

Holland hefði tryggt sér sæti á HM 2022 með sigri gegn Svartfjallalandi en í staðinn eru þeir að fara í úrslitaleik við Noreg á þriðjudag.

Liðin mætast í Hollandi og er það leikur þar sem allt er undir. Noregur verður eiginlega að vinna, en jafntefli gæti dugað ef Tyrkland tapar gegn Svartfjallalandi. Á sama tíma verður Holland allavega að fá jafntefli til að halda í efsta sætið.

Fjölmiðillinn VG í Noregi ræddi við hollenska fjölmiðlamanninn Matthijs Weststrate í aðdraganda leiksins. Norðmenn telja Hollendinga stressaða og Weststrate telur það rétt. Hann segir hollensku þjóðina hrædda.

„Holland hefur öllu að tapa. Fólk er hrætt um að við töpum þessu frá okkur. Enginn telur að þetta verði auðvelt," segir fjölmiðlamaðurinn.

Leikurinn verður spilaður í Rotterdam. Það hjálpar ekki Hollandi að leikurinn verður spilaður fyrir luktum dyrum í kjölfarið á hertum aðgerðum stjórnvalda á kórónuveirufaraldrinum.

Staðan í riðlinum:
1. Holland, 20 stig
2. Tyrkland, 18 stig
3. Noregur, 18 stig
4. Svartfjallaland, 12 stig
5. Lettland, 6 stig
6. Gíbraltar, 0 stig

Liðið sem endar í öðru sæti riðilsins fer í umspil.
Athugasemdir
banner
banner