Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. desember 2018 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Wilson til Chelsea og Suarez til Arsenal?
Styttist í janúargluggann!
Powerade
Callum Wilson er orðaður við Chelsea.
Callum Wilson er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Denis Suarez.
Denis Suarez.
Mynd: Getty Images
Annað árið í röð verður ekkert jólateiti hjá leikmönnum Newcastle.
Annað árið í röð verður ekkert jólateiti hjá leikmönnum Newcastle.
Mynd: Getty Images
Modric er enn á óskalista Inter.
Modric er enn á óskalista Inter.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag. Það er komið að þeim vinsæla lið hér á Fótbolta.net, slúðurpakkanum! Það styttist óðum í janúargluggann og eru alls konar slúðursögur um hverjir verða á faraldsfæti. Vindum okkur í þetta.

Bournemouth og West Ham ætla að reyna að fá miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (22) á láni frá Chelsea í janúar. Loftus-Cheek er lítið að spila með Chelsea. (Sun)

Hjá Chelsea eru menn vongóðir um að geta landað sóknarmanninum Callum Wilson (26) frá Bournemouth fyrir 30 milljónir punda. (Express)

En Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er viss um að hann geti haldið Wilson. (Goal)

Aaron Ramsey (27) er á förum frá Arsenal þegar samningur hans við félagið tekur enda næsta sumar. Barcelona hefur boðið Arsenal að fá Denis Suarez (24) sem arftaka Ramsey. (Independent)

Fulham hefur áhuga á því að kaupa varnarmanninn reynslumikla, Gary Cahill (32) frá Chelsea í janúar. (Sky Sports)

Antonio Valencia (33), fyrirliði Manchester United, er opinn fyrir þeirri hugmynd að yfirgefa félagið í janúar. Hann telur sig ekki geta unnið traust Jose Mourinho aftur. (Mail)

Newcastle hefur aflýst jólaveislu sinni annað árið í röð. (Guardian)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur varað stuðningsmenn við því að félagið gæti farið í gegnum annan félagaskiptagluggann í röð án þess að kaupa einn einasta leikmann. (Independent)

Pochettino vill ekki lána varnarmanninn Kyle Walker-Peters (21) í næsta mánuði. Walker-Peters skrifaði nýlega undir framlengingu á samningi sínum við Spurs og er Pochettino mjög hrifinn af leikmanninum. (ESPN)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að félagið hafi ekki reynt að fá Yaya Toure (35) eða Jermain Defoe (36). (Sky Sports)

Cesc Fabregas (31) kveðst ekki vera ánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea. Hann hefur vakið áhuga AC Milan, en samningur hans við Chelsea rennur út að tímabilinu loknu. (Mirror)

Marcos Llorente (23), miðjumaður Real Madrid, mun biðja um sölu ef hann fær ekki meiri spiltíma á næstunni. (ESPN)

Chelsea stefnir á það að kaupa fleiri breska leikmenn á næstunni. (Mail)

Jan Vertonghen (31), varnarmaður Tottenham, vill framlengja samning sinn til 2020. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Evening Standard)

Miðjumaðurinn Exequiel Palacios (20) segist ánægður hjá River Plate þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid. (Marca)

Marco Silva, stjóri Everton, ítrekar það að varnarmaðurinn Phil Jagielka (36) er ekki á förum frá félaginu í janúar. (Mirror)

Silva segir jafnframt að miðjumaðurinn Tom Davies (20) muni ekki fara á láni. (Guardian)

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, hefur enga löngun til að selja sóknarmanninn Diego Costa (31) þrátt fyrir áhuga kínverska félagsins Tianjin Quanjian. (Goal)

Juventus mun hafa betur gegn Barcelona í baráttunni um Matthijs de Ligt (19), varnarmann Ajax. (Sport)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að félagið muni ekki kaupa neina leikmenn í janúar þrátt fyrir meiðslavandræði. (Manchester Evening News)

Inter Milan hefur enn áhuga á því að kaupa Luka Modric (33) frá Real Madrid. Félagið vill líka ráða Antonio Conte til að taka við liðinu af Luciano Spalletti. (Corriere dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner