Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef þeir vilja jafnrétti ættu þeir að verðlauna konur og karla eins"
Mynd: Getty Images

Vivianne Miedema er alls ekki ánægð með Ballon d'Or verðlaunahátíðina og segir að það sé ekkert jafnrétti í því.


„Við fórum á hátíðina og hugsuðum með okkur: 'Sjáum til hvernig þetta verður' því ég hef fengið boð síðustu ár en aldrei komist. Ég ætla vera alveg hreinskilin, mér fannst ég ekki vera virt sem kvenkyns fótboltamaður," sagði Miedema.

Veitt eru verðlaun fyrir unga leikmann ársins, markmann ársins, markahæsta leikmanninn og besta leikmanninn í karlaflokki. Hjá konunum er aðeins valinn besti leikmaðurinn.

„Ef þeir vilja að konur séu með verða þeir að gera þetta öðruvísi. Það eru 5-6 mismunandi verðlaun fyrir karlmenn en bara ein fyrir okkur konurnar. Ef þeir vilja jafnrétti ættu þeir að verðlauna konur og karla eins."

Miedema hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd en fór í fyrsta sinn í ár á hátíðina.


Athugasemdir
banner
banner