Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. mars 2020 14:19
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
KR skiptir hópnum upp í fjóra æfingahópa
Rúnar og aðstoðarmenn hans, Bjarni og Kristján.
Rúnar og aðstoðarmenn hans, Bjarni og Kristján.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk félagslið þurfa að breyta æfingum sínum í ljósi samkomubannsins sem sett hefur verið en KSÍ hefur hætt við alla leiki á vegum sambandsins næstu fjórar vikurnar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeista KR, segir við 433.is að leikmannahópi liðsins verði skipt upp í fjóra hópa.

„Við erum að setja saman litla hópa, 5-6 leikmenn í hverjum hóp. Ég, Bjarni Guðjónsson og Kristján Finnbogason munum svo skipta þessu á milli okkar," segir Rúnar.

„Í stað þess að vera með eina æfingu á dag þá verðum við með fjórar. Við höfum allan völlinn og menn geta dreift vel úr sér. Við setjum upp brautir, þar sem menn hlaupa, langar sendingar og slíkt. Það er mikilvægt að hafa menn í snertingu við boltann. Það er hægt að finna æfingar í þetta, við munum halda úti æfingum."

Rúnar segir við 433.is að búið sé að loka KR-heimilinu og leikmenn hafa ekki aðgang að búningsklefa. Þeir þrífa æfingadótið sitt sjálfir.

„Þetta verður ekki það skemmtilegasta en við þurfum að haga seglum efir vindi. Við þurfum fyrst og síðast að hugsa um hag fólksins sem býr á Íslandi," segir Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner