Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. maí 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Salernitana hefur áhuga á Scamacca
Mynd: EPA

Ítalska félagið Salernitana hefur verið að gera flotta hluti undir stjórn Paulo Sosa sem tók við til að bjarga liðinu úr fallbaráttu.


Það heppnaðist gríðarlega vel þar sem sóknarmaðurinn Boulaye Dia skein undir hans stjórn og vakti mikinn áhuga á sér með mikilvægum mörkum og stoðsendingum.

Dia er hjá Salernitana á lánssamningi frá Villarreal, með kaupmöguleika sem hljóðar uppá 11 milljónir evra. Salernitana ætlar að nýta kaupmöguleikann, endurselja leikmanninn og nota peninginn til að kaupa Gianluca Scamacca, ítalskan sóknarmann West Ham United sem hefur ekki fundið taktinn á Englandi.

Hamrarnir borguðu rúmar 40 milljónir evra til að kaupa Scamacca í fyrra en þeir eru sagðir vera tilbúnir til að selja hann á afsláttarverði eftir mikið vonbrigðatímabil.

Scamacca er 24 ára gamall og er með 8 mörk í 27 leikjum á meiðslahrjáðu fyrsta tímabili með West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner