Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Jorginho sveik hann
Mynd: Getty Images
Jorginho, miðjumaður Chelsea, segist hafa verið nálægt því að hætta í fótbolta þegar hann var yngri vegna þess að umboðsmaður rændi af honum pening.

Jorginho var í fyrra keyptur til Chelsea fyrir 57 milljónir punda og var hann að klára sitt fyrsta tímabil hjá Lundúnafélaginu.

Lífið hefur hins vegar ekki alltaf verið auðvelt fyrir þennan 27 ára gamla leikmann.

„Verona var ekki í Seríu A á þessum tíma og var því ekki með unglingalið. Ég spilaði því hjá unglingaliði í nágrenninu, Berretti," sagði Jorginho um það þegar hann fór frá Brasilíu 15 ára gamall til Ítalíu. Jorginho ræddi við heimasíðu Chelsea um þetta.

„Þegar ég spilaði fyrir Berretti, þá hitti ég brasilískan markvörð, Rafael. Við urðum vinir og ég sagði honum að ég væri að fá 20 evrur (2800 krónur) á viku. Honum fannst það eitthvað skrýtið og skoðaði málið. Það kom svo í ljós að umboðsmaður minn hefði verið að taka af mér pening án þess að ég vissi það."

„Ég vildi gefast upp eftir það. Mér var nóg boðið. Ég hringdi í móður mína og sagði við hana að ég vildi koma heim, ég vildi ekki spila fótbolta lengur. Hún sagði mér að halda áfram og því gerði ég það," sagði Jorginho.

Sjá einnig:
Emil hjálpaði Jorginho mikið - Gaf honum netpunginn sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner