Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
De Laurentiis: Af hverju getum við ekki fengið James á láni?
James Rodriguez fer líklega til Atlético Madrid
James Rodriguez fer líklega til Atlético Madrid
Mynd: Getty Images
Aurelio de Laurentiis, forseti ítalska félagsins Napoli, er ósáttur með spænska félagið Real Madrid en hann segir vinnubrögð Madrídinga forkastanleg.

Napoli hefur unnið hörðum höndum að því að fá James Rodriguez frá Real Madrid en félagið vill ekki lána hann.

Eina í stöðunni fyrir Napoli er að kaupa James en hann De Laurentiis, forseti Napoli, vill fá hann láni og styrkja sóknarlínuna enn frekar.

Hann er hneykslaður á því að Bayern München, sem er með þrefalt meiri tekjur en Napoli, hafi fengið James á láni í tvö ár en ekki Napoli.

„Það sem við skiljum ekki er að félag eins og Bayern München, sem er með þrefalt meiri tekjur en Napoli, fái James á láni en ekki við," sagði De Laurentiis.

„Ég vil sjá hvernig James aðlagast leikstíl Ancelotti og hópnum áður en ég fjárfesti í honum fyrir 42 milljónir evra. Ég skil ekki hvernig er hægt að segja nei við því að senda hann hingað á lán því þá getum við keypt annan framherja með Arkadiusz Milik."

De Laurentiis er í leit að framherja og horfir hann þar til Nicolas Pepe og er Lille sagt tilbúið að selja hann þangað svo lengi sem það færi Adam Ounas í skiptum.

„Ég gæti hugsað mér að fá Nicolas Pepe. Hann skorar fleiri mörk en Hirving Lozano. James Rodriguez er mjög hæfileikaríkur leikmaður en ef þú skoðar ferilinn þá hefur hann ekki verið að blómstra jafn mikið og menn bjuggust við," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner