Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. ágúst 2018 09:33
Magnús Már Einarsson
Heimslistinn: Ísland niður um tíu sæti - Frakkar á toppinn
Í 32-34. sæti.
Í 32-34. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frakkar eru á toppnum.
Frakkar eru á toppnum.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið er í 32-34. sæti á nýjum heimslista FIFA sem var kynntur í dag og fellur niður um tíu sæti eftir HM í Rússlandi.

Ísland var í 22. sæti fyrir HM en eftir eitt stig í þremur leikjum þá fellur liðið niður listann.

Frakkar hoppa upp um sex sæti og fara í toppætið eftir að hafa unnið HM. Þjóðverjar sem voru á toppnum fara alla leið niður í 15. sæti eftir að hafa dottið út í riðlakeppninni á HM.

Belgar, sem mæta Íslendingum í Þjóðadeildinni, fara upp um eitt sæti og eru í 2. sætinu og Króatar hoppa upp um sextán sætið og í 4. sætið eftir bronsið á HM. Úrúgvæ fer upp um níu sæti og í 5. sætið og England fer upp um sex sæti í sjötta sætið.

Sviss, sem Ísland mætir í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar þann 8. september, er í 8. sæti listans.

Heimslisti FIFA
1. Frakkland
2. Belgía
3. Brasilía
4. Króatía
5. Úrúgvæ
6. England
7. Portúgal
8. Sviss
9-10. Spánn
9-10. Danmörk
11. Argentína
12. Síle
13. Svíþjóð
14. Kolumbía
15. Þýskaland
16. Mexíkó
17. Holland
18. Pólland
19. Wales
20. Perú
21. Ítalía
22. Bandaríkin
23. Austurríki
24-25. Túnis
24-25. Senegal
26. Slóvakía
27. Norður-Írland
28. Rúmenía
29. Írland
30. Paragvæ
31. Venesúela
32-34. Kosta Ríka
32-34. Ísland
32-34 Íran
35. Úkraína
36. Serbía
37. Kongó
38. Tyrkland
39. Bosnía og Hersegóvína
40. Skotland
Athugasemdir
banner
banner
banner