Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. október 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Telur að Mourinho þurfi að taka sér frí
Mourinho virkar þreyttur.
Mourinho virkar þreyttur.
Mynd: Getty Images
Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að það sé mikil þreyta komin í Jose Mourinho, stjóra Manchester United. Hann ráðleggur Portúgalanum að taka sér frí.

„Að vinna fyrir risastór félög ár eftir ár hefur tekið sinn toll. Hann hefur vissulega verið án starfs í einhvern tíma eftir að hafa verið rekinn en hann hefur ekki tekið sér frí þar sem hann hreinsar hugann og lærir nýja hluti. Það hefur Pep Guardiola gert og Zinedine Zidane," segir Collymore.

„Mourinho hefur verið í sviðsljósinu stanslaust í meira en áratug og í fimm og hálft ár haldið um stjórnartaumana hjá tveimur stærstu félögum heims, Real Madrid og Manchester United."

„Það er engin furða að hann sé búinn á því. Það er staðreynd miðað við hvernig hann hefur hegðað sér að undanförnu."

„Með allri virðingu fyrir Jurgen Klopp þá er hann fyrst núna að ganga inn í væntingavæðið sem Mourinho hefur verið í heillengi. Ef Liverpool vinnur ekki eitthvað bráðlega þá fer hann að finna fyrir pressunni."

Manchester United mætir Chelsea í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.
Athugasemdir
banner