Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. nóvember 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enska U21 landsliðið tapaði mjög óvænt
Lee Carsley, þjálfari enska U21 landsliðsins.
Lee Carsley, þjálfari enska U21 landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Enska U21 landsliðið þurfti að sætta sig við mjög óvænt tap í vináttulandsleik í dag.

Liðið heimsótti Georgíu og fyrirfram var búist við frekar einföldum sigri Englands. En fótbolti getur stundum verið óútreiknanlegur.

Giorgi Guliashvili skoraði tvö mörk fyrir Georgíu í fyrri hálfleiknum og bætti hægri bakvörðurinn Giorgi Gocholeishvili við þriðja markinu eftir 20 mínútur í seinni hálfleik.

England vaknaði af værum blundi þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en það var of seint. Sam Greenwood og Marc Guehi skoruðu fyrir England, en lokatölur 2-3.

Lee Carsley, þjálfari Englendinga, var með menn eins og Max Aarons, Marc Guéhi og Oliver Skipp á bekknum, en það voru samt sem áður öflugir leikmenn í byrjunarliðinu - leikmenn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Það voru aðeins tveir leikmenn í byrjunarliðinu í dag sem hafa ekki spilað úrvalsdeildarleik á Englandi og það er vegna þess að þeir spila utan Englands; markvörðurinn Etienne Green spilar með Saint-Etienne í Frakklandi og miðjumaðurinn Clinton Mola leikur með Stuttgart.

Enska U21 landsliðið hefur ekki riðið feitum hesti á þessu ári. Liðið féll úr leik í riðlakeppni EM síðasta sumar. Eftir það tók Carsley við liðinu ásamt Ashley Cole. Sem betur fer fyrir þá tvo, þá var leikurinn í dag ekki hluti af undankeppninni fyrir næsta Evrópumót.

England er í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni, tveimur stigum á eftir Tékklandi. Enska liðið á þó leik til góða á Tékka.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner