Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 15:46
Ívan Guðjón Baldursson
Óttar Magnús í Mjällby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning hjá Mjällby AIF. Mjällby komst upp úr sænsku C-deildinni í ár og mun því leika í næstefstu deild á komandi tímabili.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Óttars hjá Víkingi R., er maðurinn á bakvið góðan árangur Mjällby og er hann þegar búinn að tryggja sér Gísla Eyjólfsson á lánssamning frá Blikum út 2019.

Óttar Magnús er 21 árs gamall sóknarmaður og gerði hann góða hluti með Víkingi sumarið 2016. Hann er uppalinn hjá félaginu en fór 16 ára gamall til Ajax þar sem hann var í þrjú ár áður en hann kom aftur til landsins.

Óttar var fenginn til Molde í Noregi eftir gott tímabili á Íslandi en fann sig ekki þar og var því lánaður til Trelleborg í efstu deild í Svíþjóð. Sú dvöl reyndist ekki sérlega jákvæð en nú hefst nýr kafli.

Óttar, sem hefur skorað eitt mark í fimm A-landsleikjum, skrifar undir tveggja ára samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner