Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. desember 2022 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Enska sambandið bjartsýnt á að halda Southgate
Gareth Southgate verður líklega áfram
Gareth Southgate verður líklega áfram
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er bjartsýnt á að Gareth Southgate verði áfram þjálfara enska landsliðsins. Telegraph skrifar um þetta í kvöld.

England datt úr leik í HM í 8-liða úrslitum eftir svekkjandi tap gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands.

Southgate sagði á blaðamannafundi eftir leik að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi framtíðina og mátti það heyra á honum að hann hallaðist að því að hætta.

Telegraph segir nú frá því að enska sambandið hafi verið í bandi við Southgate síðustu daga og nú sé hljóðið öðruvísi í honum og mikil bjartsýni um að halda honum sem þjálfara liðsins.

Enska liðið hefur spilað frábærlega undir hans stjórn þar sem það komst í undanúrslit á HM 2018 og í úrslitaleik Evrópumótsins á síðasta ári.

Southgate er samningsbundinn til 2024 en ýjaði að því að hann gæti hætt fyrr, Eftir að hann sagði það fór sambandið að skoða kosti í stöðuna en margir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við stöðuna.

Mauricio Pochettino, Thomas Tuchel og Brendan Rodgers eru meðal þeirra sem hafa verið nefndir í umræðunni.

Southgate mun opinbera ákvörðun sína öðru hvoru megin við áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner