Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skoða skipti á Bale og Hazard
Powerade
Hazard virðist vera kominn með nóg af lífinu hjá Chelsea.
Hazard virðist vera kominn með nóg af lífinu hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Icardi og Perisic hafa verið gríðarlega eftirsóttir í síðustu gluggum.
Icardi og Perisic hafa verið gríðarlega eftirsóttir í síðustu gluggum.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er stútfullur og kemur helsta slúðrið úr herbúðum Real Madrid, Tottenham og Inter.



Real Madrid hefur endurvakið áhuga sinn á David de Gea, 28, í kjölfar endurkomu Zinedine Zidane til félagsins. (Mirror)

Zidane segir að engin ákvörðun hafi verið tekin varðandi framtíð Thibaut Courtois, 26 ára markverði sem var keyptur frá Chelsea síðasta sumar. Zidane setti Courtois á bekkinn í fyrsta leik. (Evening Standard)

Real hefur einnig áhuga á Christian Eriksen, 26. Tottenham vill þó ekki selja danska miðjumanninn fyrir minna en 200 milljónir punda. (Star)

Real gæti selt Gareth Bale, 29, til Chelsea sem hluta af kaupverði fyrir Eden Hazard, 28. (Express)

Chelsea mun reyna að stöðva yfirvofandi félagaskipti Callum Hudson-Odoi, 18, til Bayern München. Félagið mun þarfnast hans ef Hazard verður seldur. (Sun)

Tottenham undirbýr 50 milljón punda tilboð í Ryan Sessegnon, 18 ára kantmann Fulham. Man Utd og PSG hafa einnig sýnt honum áhuga. (Mirror)

Mauricio Pochettino hefur einnig áhuga á Joao Pedro Neves Filipe, 19 ára sóknarmanni Benfica. (Star)

Inter er reiðubúið að selja Mauro Icardi, 26, og Ivan Perisic, 30. Man Utd og Arsenal hafa áhuga á báðum þessum leikmönnum. (La Gazzetta dello Sport)

PSG hefur sett samningsviðræður við Gianluigi Buffon, 41, Dani Alves, 35, og Thiago Silva, 34, á bið eftir tapið gegn Man Utd í Meistaradeildinni. Buffon og Alves verða samningslausir næsta sumar. (L'Equipe)

Kongó vill fá Aaron Wan-Bissaka, 21, til að spila landsleik fyrir sig. Wan-Bissaka fæddist í London en er ættaður frá Kongó. (Independent)

Arsenal hefur einnig áhuga á Wan-Bissaka. Crystal Palace vill 40 milljónir punda fyrir bakvörðinn. (Sun)

Marco Silva þjálfari Everton er búinn að segja Yerry Mina, 24, að hann þurfi að standa sig betur til að vinna sér inn byrjunarliðssæti. (Sky Sports)

Man Utd, Tottenham og Man City hafa öll áhuga á Tanguy Ndombele, 22 ára miðjumanni Lyon. (Calciomercato)

Barcelona hefur áhuga á Maxi Gomez, 22 ára sóknarmanni Celta Vigo. Börsungar geta þó ekki boðið í hann vegna þess að hann vantar evrópskt vegabréf, en hann kemur frá Úrúgvæ.

Sevilla hefur hafið viðræður við Monchi sem verður líklegast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu aftur eftir stutta fjarveru. (Talksport)

Jürgen Klopp telur Liverpool ekki þurfa að kaupa neinar stórstjörnur í næsta félagaskiptaglugga. (Times)

Richarlison, 21 árs sóknarmaður Everton, hætti næstum því að spila fótbolta 16 ára gamall til að hjálpa fjölskyldu sinni fjárhagslega með því að „selja íspinna". (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner