Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2019 21:42
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Messi með þrennu í sigri Barcelona
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona sigraði Real Betis á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Messi skoraði fyrsta mark leiksins 18. mínútu leiksins beint úr aukaspyrnu. Hann tvöfaldaði forystu Barcelona þegar að hann skoraði sitt annað mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 0-2 í hálfleik.

Luis Suárez bætti við þriðja marki Barcelona eftir rúmlega klukkutíma leik. Real Betis náði að klóra í bakkann á 82. mínútu þegar Loren Moron setti boltann í netið eftir sendingu frá Diego Lainez.

Lionel Messi fullkomnaði þrennuna á 85. mínútu þegar hann skoraði með frábærri „vippu" nánast á vítateigslínunni. Boltinn fór yfir markvörð Betis, þaðan í slána og svo inn. Frábært mark.

Barcelona er nú komið með tíu stiga forskot á Atletico Madrid.

Fyrr í dag vann Sevilla góðan útisigur á Espanyol en það var Wissam Ben Yedder sem að gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Valencia og Getafe gerðu markalaust jafntefli og Villareal hafði betur gegn Rayo Vallecano, 3-1.

Espanyol 0 - 1 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder ('53 , víti)

Betis 1 - 4 Barcelona
0-1 Lionel Andres Messi ('18 )
0-2 Lionel Andres Messi ('46 )
0-3 Luis Suarez ('63 )
1-3 Loren Moron ('82 )
1-4 Lionel Andres Messi ('85 )

Valencia 0 - 0 Getafe

Villarreal 3 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Mario Suarez ('20 )
1-1 Karl Toko Ekambi ('50 )
2-1 Karl Toko Ekambi ('52 )
3-1 Gerard Moreno ('88 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner