Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Mikilvægt fyrir landsliðið að einstaklingar mæti sterkari mótherjum
Þetta er mikilvægt skref fyrir landsliðið og þær sem einstaklinga að koma út í sterkari deild þar sem þær mæta betri mótherjum og allir leikir eru jafnir.
Þetta er mikilvægt skref fyrir landsliðið og þær sem einstaklinga að koma út í sterkari deild þar sem þær mæta betri mótherjum og allir leikir eru jafnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís í baráttunni gegn sænska landsliðinu síðasta haust.
Glódís í baráttunni gegn sænska landsliðinu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Deildirnar í Svíþjóð hefjast í næsta mánuði. Margir Íslendingar leika í Svíþjóð og var einn þeirra, Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Rosengård, til viðtals í gærkvöldi.

Aðallega var rætt við Glódísi um Meistaradeildina þar sem Rosengård er komið í 8-liða úrslitin en einnig var rætt við hana um Damallsvenskan.

Áðurbirt efni úr viðtalinu:
Mikill uppgangur í kvennaboltanum - Fjárhagslegur stuðingur frá karlaliðum
Héldu góðu tilfinningunni úr fyrri leiknum - „Gaman að fá að hitta Karólínu"

Rosengård endaði í 2. sæti í fyrra og endaði Kopparbergs/Gautaborg (nú Häcken) sem sænskur meistari.

Aðeins að sænsku deildinni, eruði með bæði augun á titlinum þetta árið?

„Já, klárlega. Það er ekkert annað sem kemur til greina í Rosengård heldur en að vinna deildina aftur. Sænska deildin er 'tricky', maður verður að bera virðingu fyrir öllu mótherjum."

„Deildin verður mjög spennandi og nú er Gautaborg komið með fjárhagslegan stuðning frá karlaliði og spennandi að sjá hvað gerist þar. Svo eru mörg önnur lið með flott lið, Kristianstad t.d. er búið að styrkja sig og mörg önnur lið sem eru búin að sækja fína leikmenn. Ég held þetta verði spennandi í ár.“


Margir íslenskir leikmenn komnir í deildina, sérstaklega frá Val, er það eitthvað sem kryddar deildina aukalega?

„Já og ótrúlega gaman að sjá marga leikmenn taka þetta skref núna. Gaman að Valur sé að hleypa leikmönnum hingað, það er ekkert alltaf sjálfsagt að leyfa leikmönnum að fara. Þetta er mikilvægt skref fyrir landsliðið og þær sem einstaklinga að koma út í sterkari deild þar sem þær mæta betri mótherjum og allir leikir eru jafnir. Það er ekki hægt að mæta hálfsofandi í einhvern leikinn hér því þá er þetta bara búið,“ sagði Glódís.

Meira um Glódísi og Svíþjóð:
„Finnst ég vera klár í næsta skref" (6. jan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner