Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Mun taka smá tíma að samþykkja og melta tapið
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og liðsfélagar hans í Argentínu voru sársvekktir eftir 0-2 tap gegn Kólumbíu í fyrstu umferð Copa America.

Messi hefur ekki enn tekist að vinna stórmót með A-landsliði Argentínu og fer að nálgast síðasta séns þar sem hann verður 32 ára gamall næsta mánudag.

Argentínumenn sköpuðu sér fleiri færi en nýttu ekki í tapinu gegn Kólumbíu og segir Messi að það sé erfitt fyrir sig og liðsfélaga sína að samþykkja úrslitin.

„Það mun taka okkur smá tíma að samþykkja og melta þetta tap. Við þurfum að jafna okkur sem fyrst því við getum ennþá komist upp úr riðlinum," sagði Messi eftir leikinn.

Framundan eru leikir við Paragvæ og Katar sem gerðu 2-2 jafntefli innbyrðis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner