Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. júní 2022 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið eftir viku - Liðin sem Breiðablik og Valur geta mætt
Úr leik Breiðabliks og Vals á dögunum.
Úr leik Breiðabliks og Vals á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði Breiðablik og Valur munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir að Evrópumótinu í Englandi lýkur í sumar.

Það verður dregið í fyrstu umferð forkeppninnar í næstu viku, á næsta föstudag.

Fyrirkomulagið verður alveg eins og í fyrra þegar fjögur lið voru dregin saman og mætast svo innbyrðis í undanúrslitum og svo í úrslitaleik um að komast áfram í aðra umferð forkeppninnar.

Breiðablik fór alla leið í riðlakeppnina í fyrra - eftirminnilega - á meðan Valur féll úr leik í fyrstu umferð þar sem þær drógust gegn þýska félaginu Hoffenheim.

Hér að neðan - með því að smella á tístið - má hvaða liðum okkar fulltrúar í þessari skemmtilegu keppni geta mætt þegar dregið verður að viku liðinni.

Íslandsmeistarar Vals gætu til að mynda mætt Rangers frá Skotlandi og Breiðablik gæti þurft að spila þýska úrvalsdeilarfélagið Frankfurt eða Kristianstad frá Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstad og yrði það svo sannarlega áhugaverð viðureign.


Athugasemdir
banner
banner