Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. júní 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jay Spearing mættur aftur til Liverpool (Staðfest)
Jay Spearing.
Jay Spearing.
Mynd: EPA
Jay Spearing er mættur aftur til uppeldisfélags síns, Liverpool, og mun þar taka til starfa sem þjálfari hjá U18 liði félagsins. Hann mun þar vinna með Marc Bridge-Wilkinson og Tim Jenkins, sem stýra liðinu.

Frá þessu er greint á heimasíðu Liverpool í dag.

Spearing, sem er 33 ára gamall, kom upp í gegn akademíu Liverpool á sínum tíma og var fyrirliði unglingaliðsins er þeir unnu FA-bikarinn á sínum tíma. Þá lék hann 55 leiki með aðalliðinu áður en hann yfirgaf félagið í leit að meiri spiltíma.

Hann spilaði með Bolton Wanderers, Blackburn Rovers, Blackpool og Tranmere Rovers eftir að hann fór frá Anfield.

Skórnir eru ekki alveg komnir upp á hillu því hann má spila með U23 liði félagsins. Mun hann gera það til að koma með smá reynslu inn í það lið og hjálpa þannig yngri leikmönnum félagsins.

Sjá einnig:
Fyrrum vonarstjarna Liverpool aftur á leið til félagsins
Athugasemdir
banner
banner